Á spanhelluborði stendur pottur og mokkakanna

Mikilvægt er að hugsa vel um spanhelluborðið sitt til að halda því í toppstandi - bæði fyrir útlit þess og virkni. Eins og flest eldhústæki eykst endingartíminn ef vel er hugsað um helluborðið og það hreinsað með reglulegu millibili. Annars er hætta á að óhreinindi og fita brenni á yfirborðinu og getur það til lengri tíma litið haft slæm áhrif á virkni þess. Svo hvernig ætti að þrífa spanhelluborð? Hér finnur þú hagnýt ráð.

Á eldhústækjamarkaðinn bætast stöðugt við nýjungar í eldhústækjum og vörum. En spanhelluborð eru ein snjallasta og hagnýtasta nýjungin sem bæst hefur við flóruna sl. áratugi. Með aðstoð nútímatækni og segulsviða hitnar spanhelluborðið hraðar upp potta og pönnur sem kólna jafn hratt þegar helluborðið er ekki lengur í notkun. En til þess að spanhelluborðið virki eins vel og hægt er þarf að hugsa vel um það.

5 ábendingar við helluborðsþrifin

1. Dagleg hreinsun með svampi - skilvirkt og fyrirbyggjandi
Helluborðið er eflaust mest notaða eldhústækið og þar af leiðandi oftast skítugt í þokkabót. Fingraför, ofeldun og leki eru hluti af daglegu lífi í eldhúsinu sem mynda filmu ofan á glerflötinn. Svo lengi sem þú leyfir óhreinindunum ekki að liggja áfram og framyfir næstu eldun er auðvelt að fjarlægja þau. Notaðu blautan svamp, pappír eða örtrefjaklút og þurrkaðu þau af - helst með smá uppþvottalög eða eldhúshreinsi. Þetta er einfaldasta leiðin til þess að halda helluborðinu í toppstandi og kemur í veg fyrir að þú lendir í varanlegum óhreinindablettum.
2. Sérstök úrræði fyrir glerkeramik - tvo skotheld ráð
Venjulegt eldhússprey getur virkað vel, sérstaklega ef það er notað eftir hverja notkun. En stundum þarf meira til að losa þig við óhreinindin sem haggast ekki af helluborðinu þínu. Þegar slíkt gerist er hægt að nota sérstök leysiefni sem ætluð eru fyrir glerkeramik, eins og yfirborð spanhelluborðs, sem eru áhrifarík en fara vel með yfirborðið. Ekki gleyma að þurrka allt efnið af eftir þrifin, annars er hætta á að hreinsiefnið sjálft skapi bletti á gleryfirborðinu. Ef þú vilt nota umhverfisvænni og hagkvæmari valkost, geturðu notað gamalt húsráð. Blandaðu desilítra af ediki saman við nokkrar teskeiðar af lyftidufti og helltu í spreybrúsa. Þetta er ódýr og góð leið til þess að ná burt harðsetnum óhreinindum. Ef það virkar ekki er hægt að setja smá matarsóda á blettina sem eftir sitja og blanda svo við smá sjóðandi vatni. Látið standa í hálftíma og þurrkið síðan af með klút. Áhrifarík og klassísk aðferð.
3. Notaðu sköfu - þegar óhreinindin haggast ekki
Ef ofangreind skref hafa enn ekki hjálpað og enn situr eftir fita og sykur, þá er kominn tími til að kalla til stórskotaliðið - glersköfuna. Þegar hreinsiefnin duga ekki til að fjarlægja blettina alveg er hægt að ná þrjóskustu blettunum með beittri glersköfu. Vertu viss um að velja sköfu sem henta fyrir spanhelluborð eða sambærileg yfirborð. Hallaðu sköfunni í 45-60 gráðu horn og farðu varlega af stað svo þú rispir ekki yfirborðið. Notaðu stuttar litlar hreyfingar til að tryggja að þú náir að losa allar óæskilegar leifar. Í lokin skaltu þurrka burt lausu agnirnar sem hafa losnað. Notaðu aðeins sköfuaðferðina þegar hreinsiefni duga ekki til.
4. Hvernig hreinsa ég snertitakkana?
Þú þrífur snertitakkana á sama hátt og restina af helluborðinu. Til að koma í veg fyrir að kveikja og slökkva á hitasvæðum á meðan þú þrífur getur þú kveikt á takkalásnum ef hann er á spanhelluborðinu þínu. Þannig áttu ekki ekki á hætta að kveikja á hellu að óþörfu.
5. Atriði sem ber að varast - til að sporna við sliti
Atriði sem ber að varast – til að koma í veg fyrir slit Nú höfum við farið yfir nokkur ráð til að koma í veg fyrir óhreinindi og til að þrífa spanhelluborð. En það eru líka nokkur atriði sem þarf að varast við þrif á spanhelluborðum.
  • Forðastu stálull eða önnur hörð og skörp efni sem geta skemmt helluborðið við þrif. Að undanskildri sérstakri glersköfu fyrir helluborð.
  • Gakktu úr skugga um að pottar og pönnur séu þurr þegar þau eru sett á helluborðið. Annars er hætta á að núningur milli vatns og potts geti stuðlað að sliti á helluborðinu.
  • Ekki hika við að nota lok við matreiðslu til að lágmarka slettur og skvettur sem gjarnan vilja setjast á glerflötinn, sérstaklega ef það er heitt.
  • Ekki draga steikarpönnur eftir helluborðinu - það er hætta á að pannan rispi yfirborðið ef eitthvað situr fast undir henni.
  • Hafðu allar steikarpönnur hreinar þegar þær eru settar á helluborðið til þess að forðast óþarfa slit. Þannig dregurðu úr hættu á að rispa glerið.

Pottar fyrir spanhelluborð

Að sjálfsögðu þarftu líka potta sem virka á spanhelluborðið þitt. Vegna segultækninnar virka ekki öll efni eða vörur á spanhelluborð. Steypujárn og teflon standa sig best á spanhelluborði og allir Elvita pottar eru aðlagaðir fyrir spanhelluborð. Hér getur þú valið á milli mismunandi stærða og gerða sem henta þínu helluborði. Allt frá pottum sem rúma einn lítra upp í fimm - fyrir stærri máltíðir.

Frístandandi spanhellur

Ef þú átt hjólhýsi, lítinn sumarbústað eða bát er gott að eiga ferða-eldhústæki. Hjá Elvita finnur þú ferða-spanhelluborð sem passar fullkomlega fyrir ferðalagið. Það virkar eins og venjulega spanhelluborð - þú þarft bara að hafa aðgang að rafmagni. Að auki er helluborðið útbúið tímamæli og barnalæsingu. Sveigjanlegt og þægilegt í ferðalagið fyrir þá sem hafa gaman af hagnýtum eldhúslausnum.

Eldavél með spanhellum

Eldavél með spanhelluborðið er skemmtileg nýjung í eldhúsið. Þó það fylgi því ákveðinn sjarmi að nota gaseldavél þá óttast sumir gasið eða nenna ekki vinnunni við að fylla á það. Keramikhelluborð eru enn vinsæl þó þau taki aðeins lengri tíma að hitna. Kosturinn við eldavél með spanhelluborði er að það er fljótt að hitna og auðvelt í notkun og þegar þú bætir við ofni færðu áreiðanlegt tæki í eldhúsið. Nánast allt sem þarf að elda er hægt að gera í ofni eða á spanhelluborði. Hér finnur þú hagnýtar ráðleggingar um hvernig skal halda helluborðinu hreinu og fallegu í lengri tíma.

Algengar spurning um hreinsun spanhelluborða

Hvernig losna ég við brennda bletti á spanhelluborði?

Eftersom att induktionshällen svalnar snabbt efter användning är det många som tror att inget kan bränna sig fast på den. Detta stämmer dock inte, matrester kan definitivt fastna i hällen och därför är det viktigt att rengöra den regelbundet.

Hvernig held ég spanhelluborðinu mínu hreinu?

Se till att rengöra hällen efter varje användning. Torka av med en mjuk trasa eller en bit hushållspapper. Du kan med fördel använda diskmedel. Ibland behövs en mer noggrann rengöring och då kan du använda dig av specialmedel för glaskeramik.

Er hægt að losna við rispur á spanhelluborði?

Undvik svinto, den grova sidan av tvättsvampen eller annat hårt material som kan skrapa och skada din häll. Fula repor som uppstår kan nämligen inte åtgärdas och därför är det viktigt att vara noga med att sköta rengöringen på rätt sätt. Använd särskilt rengöringsmedel och glasskrapa avsedda för just glaskeramik- och induktionshällar.

Fleiri þrifaráð