Að þrífa uppþvottavélina, ráð og ábendingar

Flest heimili treysta mikið á uppþvottavélina - enda ótrúlega mikilvægt tæki sem veitir létti og hugarró. En óhreinindi og matarleifar geta auðveldlega stíflað síuna og valdið því að vélin þvoi illa eða jafnvel bili. Til að vélin virki vel þarf að þrífa hana reglulega. Óhrein uppþvottavél getur einnig leitt til lélegs hreinlætis og aukið hættu á bakteríuvexti. Í handbókinni okkar "Hreinsun uppþvottavélarinnar - leiðarvísir fyrir hreinna uppvask" gefum við bestu ráðin okkar um hvernig á að þrífa uppþvottavélina þína skref fyrir skref, hvaða hreinsiefni virka best og hvaða hlutum er mikilvægt að halda hreinum.

Venjulega dugar að þrífa uppþvottavélina fjórum sinnum á ári. Ef þú ert með stóra fjölskyldu og notar uppþvottavélina oft á dag þarf líklega að þrífa hana oftar. Öruggt merki um að kominn sé tími til að þrífa uppþvottavélina er ef það fer að koma vond lykt úr henni eða ef diskarnir koma óhreinir úr vélinni.

Þrífa uppþvottavélina – svona gerir þú

  • Matarsódi eða lyftiduft
  • Ediksýra, Edik eða sítrónusýra
  • Uppþvottabursti
  • Tannbursti
  • Þvottasvampur
  • Tannstönglar

Matarsódi eða lyftiduft

Matarsódi er náttúrulegt hreinsiefni sem leysir upp óhreinindi og fitu. Stráið matskeið á botn uppþvottavélarinnar og setjið á stutt prógramm.

Edik

Ediksýra sótthreinsar og drepur bakteríur á sama tíma og það afkalkar vélina og fjarlægir vonda lykt. Ediksýru er einnig hægt að nota sem gljáa þegar þú setur á venjulegt prógramm.

Sítrónusýra

Ef þú átt ekki ediksýru virkar sítrónusýra alveg jafn vel. Safinn úr sítrónunni drepur bakteríur, afkalkar og fjarlægir vonda lykt líkt og ediksýra. Auk þess er ekki jafn sterk lykt af honum og hann skilur eftir ferskan ilm. Settu tóma vél í gang með 2 matskeiðum af sítrónusafa inni í vélinni og þá verður allt svo gott sem skínandi hreint.

Matreiðsluedik

Venjulegt matreiðsluedik hjálpar einnig við að fjarlægja óhreinindi og fitu á sama tíma og það hefur bakteríudrepandi áhrif. Settu á stutt prógramm með desilítra af ediki í þvottahólfinu og þú færð hreina og sótthreinsaða uppþvottavél

Venjulegur uppþvottalögur til að þrífa uppþvottavélina

Venjulegur uppþvottalögur virkar vel til að leysa upp fitu

Varist ætandi hreinsiefni

Ekki nota ætandi hreinsiefni til að þrífa vélina að utan eða gúmmíhluta hennar og þéttingar.

Þrífa uppþvottavél – svona gerir þú

  1. Tæmdu vélina.
  2. Stráið matskeið af matarsóda á botn uppþvottavélarinnar og dl af 24% ediki í þvottaefnishólfið (ef þú notar 12% skaltu tvöfalda skammtinn). Stilltu síðan á stutt prógram með tóma vél. Ef þú átt ekki edik geturðu stillt á háan hita og notað aðeins matarsódann eða lyftiduftið.
  3. Á meðan þú bíður skaltu finna handbókina fyrir þína uppþvottavél t.d. á google. Þar finnur þú upplýsingar um hvaða íhluti þarf að þrífa í þinni tilteknu vél og hvernig skal taka þá upp og setja aftur á sinn stað á öruggan hátt.
  4. Þegar prógrammið klárast skaltu fjarlægja körfur, skúffur og annað laust úr vélinni. Þrífðu alla íhluti með volgu sápuvatni. Notaðu uppþvottabursta eða gamlan tannbursta ef þörf krefur. Spaðarnir hafa lítil göt sem geta stíflast af matarleifum. Hreinsaðu götin með tannstöngli.
  5. Strjúktu innan úr vélinni með tusku og volgu sápuvatni. Losaðu þig við allar matarleifar. Ef enn er vond lykt úr vélinni geturðu strokið innan úr henni með ediklausn sem fjarlægir vonda lykt. Þú getur fjarlægt erfiða bletti með því að strá matarsóda yfir þá og úðan síðan með ediki. Það kemur af stað efnaferli sem leysir upp flesta bletti. Burstaðu síðan blettinn af og skolaðu með vatni. Ekki gleyma að þrífa þvottaefnishólfið.
  6. Settu aftur á sinn stað spaðana, síu og körfur.
  7. Settu loks vélina í gang tóma aftur svo hún verði skínandi hrein.

Íhlutir sem þarf að þrífa:

Sían

Sían er mikilvægur hluti af uppþvottavélinni og því er mikilvægt að þrífa hana reglulega. Fjarlægðu síuna og hreinsaðu hana með volgu sápuvatni og uppþvottabursta.

Hurðin

Hurðin á uppþvottavélinni þinni getur orðið óhrein bæði að innan og utan. Ef óhreinindi í gúmmíþéttingunni fá að safnast upp getur vatn lekið úr vélinni út á gólf. Vertu því viss um að þurrka og hreinsa þéttinguna vandlega reglulega með mjúkum bursta eða svampi. Hægt er að fjarlægja bletti með matarsóda og vatnsblöndu.

Körfur

Fjarlægðu körfur og skúffur úr uppþvottavélinni og þvoðu þær með volgu vatni og mildri sápu. Vertu viss um að þurrka þær vel áður en þú setur þær aftur í vélina.

Spaðarnir

Skolspaðana þarf að þrífa reglulega þar sem matarleifar geta stíflað rör, göt og legur þeirra ef þú ert með hart vatn t.d. Fylgdu leiðarvísinum fyrir þína uppþvottavél um hvernig þú losar spaðana. Hreinsaðu öll litlu götin með volgu sápuvatni og bursta. Þegar því er lokið skaltu setja spaðana aftur á sinn stað.

Hreinna leirtau með uppþvottavélasalti

Ef diskar koma blettóttir úr vélinni eða hnífapörin ryðgja getur það verið vegna kalkmyndunar í uppþvottavélinni. Vandamálið er algengast á svæðum þar sem er hart vatn. Sem betur fer er auðvelt að laga það með því að bæta við grófu salti í vélina þína. Athugið að nota gróft salt sem er ekki notað sem venjulegt heimilissalt. Allar uppþvottavélar hafa hólf fyrir salt sem þarf að fylla á af og til.

Skolið diskana áður en þeir eru settir í vélina

Það er gott húsráð að skola leirtauið áður en það er sett í vélina. Þá helst uppþvottavélin hrein lengur.

Settu vélina tóma í gang einu sinni í mánuði. Uppþvottavélar eru mjög góðar í að þrífa. Settu hana í gang einu sinni í mánuði með desilítra af ediki og matskeið af matarsóda innanborðs, svo þú þurfir ekki að þrífa hana vandlega jafn oft.

Meira um þrif

Þrífa ofn – hratt og einfalt Að þrífa helluborð – allt sem þú þarft að vita Ryksuguvélmenni með moppuvirkni Umhverfisvænn þvottur Að þvo skó í þvottavél Hagnýt ráð fyrir uppþvottavélina