Vissir þú að með nokkrum einföldum skrefum í þvottahúsinu getur þú lagt þitt af mörkum í átt að betra umhverfi? Til dæmis er góð byrjun að velja afkastamikla og orkusparandi þvottavél, en hér eru einnig nokkur góð ráð fyrir umhverfisvænni þvottarútinu.

Þvotturinn snýst oft um hraða og við erum sum föst í sömu rútínunni sem við lærðum þegar við byrjuðum fyrst að nota þvottavélar. Orkunotkun og umhverfisvænni kostir eru okkur þá kannski ekki efst í huga. En við getum alltaf gert betur – gerðu umhverfinu smá greiða og renndu yfir eftirfarandi ráð fyrir umhverfisvænni þvott.

Bestaðu óhreinatauið

Um leið og þú flokkar þvottinn getur þú skoðað hvað þarf að fara á hærra hitastig og þannig tryggt að bara það skítugasta fari á 60°C. Ef þú ert með þvottahrúgu sem má fara á 40°C þá er þar tækifæri til að nýta orkusparandi þvottakerfi fyrir það sem er ekki alveg jafn skítugt.

Hámarkaðu nýtni þvottavélarinnar

Planaðu þvottinn og nýttu tækifærið til að skipuleggja þvottakörfur og þvo mikið af þvotti í hverri vél. Hvert kerfi nýtir ákveðna orku og því er óþarfa orkusóun ef vélin er bara hálffull. Getur þú sleppt því að þvo hvítu silkiblússuna eina og sér? Kannski er hvítur klútur neðst í þvottakörfunni eða aðrar hvítar flíkur sem hægt væri að skella með? Þó þú þvoir oftast vissa hluti á 60°C þá er oft nóg að þvo þá á 30°C.

Nýttu orkuna

Er þvottavélin þín með orkusparandi þvottakerfi? Ef svarið er já, þá er það frábært! Vertu viss um að nýta það kerfi eins oft og þú getur – þú færð (ímyndaða) gullstjörnu fyrir hvert skipti! Einnig er gott að hafa í huga að styttri þvottakerfi nota oft meira vatn og meiri orku til að hita vatnið, en orkusparandi kerfi nota minna vatn og taka oft lengri tíma.

Gott ráð!

Besta leiðin til að spara orku er að þvo sjaldnar og fylla þvottavélina í hvert skipti sem þú skellir í vél. Það er bæði umhverfisvænna og ódýrara!

Tvatta Miljovanligt

Umhverfisvænasta þurrkunin er án þurrkara

Að sjálfsögðu er stundum þörf á að nota þurrkara, en ef þú hefur tækifæri til þess þá er það betra fyrir umhverfið að hvíla þurrkarann. Þú sparar fullt af orku með því að hengja upp þvottinn í stað þess að kveikja á þurrkaranum. Og hver elskar ekki lyktina af nýþvegnum rúmfötum sem fengu að þorna úti?

Prófaðu að brjóta reglurnar

Já, já, nýja peysan er merkt sem 60°C, en þú þarft ekki alltaf að fylgja öllum þvottamerkjum í þaula. Þvottaleiðbeiningarnar gefa góða hugmynd um hvaða hitastig hentar efninu, en að sjálfsögðu verður peysan líka hrein þótt þú þvoir hana bara á 40°C. Bara með því að þvo á lægra hitastigi notar þú allt að helmingi minna af orku. Það er fínt að þvo mjög skítug föt, til dæmis íþróttaföt eða nærföt, á 60°C, en þá er líka kjörið að fylla þvottavélina með handklæðum eða rúmfötum í leiðinni.

Sparaðu þvottaefnið

Það er mjög algengt að fólk noti of mikið af þvottaefni í þeirri trú að fötin verði hreinni. En það er hreinlega ekki þannig! Fyrst þarftu að athuga hvort þú sért með mjúkt eða hart vatn – í flestum tilvikum er íslenska vatnið mjúkt. Það þýðir að það þarf minna af þvottaefni til að þvo þvottinn. Á flestum þvottaefnum eru leiðbeiningar og tafla sem segir þér hversu mikið þvottaefni á að nota. Til dæmis er oft nóg að nota aðeins ½ dl af þvottaefni, hvort sem það er duft eða fljótandi. Ef þú notar of mikið af þvottefni þá er hætta á því að þvottefnið verði eftir í fötunum. Það getur verið ofnæmisvaldandi, sérstaklega ef þvottaefnið er með ilmefnum. Minna er meira!

Gott ráð!

Þvoðu á 90°C annað slagið. Flestir nota of mikið af þvottaefni, þar sem margir telja að þvottaefni drepi bakteríur. Það er hrein mýta, en hins vegar drepur hátt hitastig bakteríur. Á svæðum þar sem er mjúkt vatn þarf aðeins 1-2 teskeiðar af þvottaefni, eftir því hversu mikið er í vélinni. Ef þú notar of mikið af þvottefni getur komið upp vond lykt í vélinni og í versta falli getur hún stíflast.

Tvatta

Prófaðu umhverfisvænni þvottaefni

Fólk á það til að gleyma að vatnið úr þvottavélinni endar í niðurfallinu. Flest er hægt að hreinsa úr á vatnshreinsistöðvum. Prófaðu að velja umhverfisvænni kosti með því að velja þvottaefni sem eru svansmerkt eða með öðrum merkjum fyrir umhverfisvæna valkosti. Þannig dregur þú úr þeim skaðlegu efnum sem enda í vatninu okkar.

Prófaðu edik í stað mýkingarefnis

Fyrst þú ert nú þegar að fara yfir þvottaefnin sem þú notar, þá er kjörið tækifæri til að losa þig við mýkingarefni. Þessi efni eru síður en svo góð fyrir umhverfið. Það er til einföld og umhverfisvænni leið til að mýkja þvottinn: blandaðu saman í tóma flösku 2 dl af 25% ediki með 5 dl af vatni. Notaðu 2 matskeiðar af þessari blöndu í hólfið fyrir mýkingarefni.

Ekki þvo – viðraðu

Hefur þú einhvern tímann verið í buxum í einn dag og ekki haft það í þér að setja þær aftur inn í skáp? Viðurkenndu það bara, þú hentir þeim væntanlega í óhreinatauskörfuna, þó þær væru ekkert skítugar. Betra væri fyrir buxurnar að hengja þær upp og lofta um þær. Viðraðu buxurnar úti ef þú hefur tækifæri til þess. Með því að viðra flíkurnar þá ertu ekki bara að vernda umhverfið, þú ert líka að lengja líftíma flíkanna. Föt slitna oft of snemma, bara út af því að þau fara of oft í þvottavél.

Er þvottavélin gömul?

Það er erfitt að þvo á umhverfisvænan máta ef þvottavélin er of gömul. Margar eldri gerðir geta verið algjört umhverfismein, alveg eins og gamlir bílar eða rafmagnsapparöt. Flestar þvottvélar í dag eru með endingarbetri kosti. Til dæmis eru margar með umhverfisvænni þvottakerfi eða kerfi sem þurfa minna af vatni.

Tengdar vörur