Er ekki kominn tími til að auka þægindin aðeins? Við kynnum heimilistæki fyrir sumarbústaðinn sem lítið fer fyrir en sem auka frítímann í leyfinu.
Það getur reynst þrautin þyngri að koma bæði ísskáp og frysti í fullri stærð ásamt búri fyrir í litlu eldhúsi. Gæti ekki dugað að fá lítinn kæliskáp með frystihólfi ef þið komist oft í búð eða dveljist ekki lengi í senn í bústaðnum? Þessi kæliskápur frá Elvita hefur 113 lítra rými með frystihólfi sem líka má nota til að frysta matvæli, nokkuð sem kemur sér vel þegar ekki næst að klára öll berin sem tínd voru!
Ef þú býrð við þrengsli, til dæmis í bústaðnum, er kannski þessi litli kæliskápur eitthvað fyrir þig? Kæliskápurinn hefur 43 lítra rými og er með tveimur hillum auk lítils frystihólfs.
Er ekki kominn tími til að skipta út eldavélinni sem hefur verið lengur í bústaðnum en elstu menn muna? Eldavélin er frístandandi, bara 50 cm breið, og því er meira pláss til að geyma vistirnar. HighLight-hellan hitar matinn með hraði enda nær því jafnfljót að hitna og spanhella. Hitasvæðin eru líka skilvirkari og nota minni orku en hefðbundnar keramikhellur. Ofninn er bæði með hitablæstri og tvöföldu grilli. Það tekur bara 7 mínútur að hita hann upp í 200 gráður með „Fast Preheat“ hraðstillingunni og það kunna svangir krakkar vel að meta. Vel á minnst, krakkar, ofnhurðin helst köld þótt ofninn sé heitur svo enginn brennir sig við að gá hvað er verið að elda.
Það er auðvelt að þrífa ofninn með „Water clean“ stillingunni og snúningshnappa má þvo í vél.
Stundum finnst manni að allt of mikið af fríinu fari í uppþvott. Þú átt það skilið að fá frí frá uppþvottinum en til þess þarftu að finna pláss í eldhúsinu fyrir uppþvottavél.
Kannski er hægt að koma lítilli uppþvottavél fyrir undir eldhúsbekknum. Elvita býður litla 45 cm uppþvottavél sem tekur borðbúnað fyrir 9.
Ef það er ekkert pláss undir eldhúsbekknum er kannski hægt að finna það ofan á honum? Eða á hliðarborði? Kannski er hægt að koma henni fyrir ofan á litla kæliskápnum. Borðuppþvottavélin frá Elvita tekur borðbúnað fyrir 6.
Það er tímafrekt að þvo í höndunum og fatnaður og sængurföt verða oft ekki eins hrein og til er ætlast. Er hægt að finna pláss á baðinu eða kannski í kompu með frárennsli? Settu upp þvottavél þar! Þessi topphlaðna þvottavél frá Elvita tekur 6 kg af þvotti og er með mörgum þvottakerfum, m.a. 15 og 45 mínútna hraðþvotti, kraftþvotti og möguleika á orkusparandi þvotti.