Ef þú ert á ferð í miðborginni, með strætó eða í flugvél getur oft reynst snúið að finna stað þar sem þú getur notið þess að hlusta á tónlist og hljóðbók eða horfa á kvikmynd án truflandi umhverfishljóða. Nýju heyrnartólunum frá Elvita er ætlað að færa þér bestu mögulegu hlustunarskilyrðin með tækni sem deyfir umhverfishljóð.

Hugsaðu þér að sitja í flugvél og hlusta á hljóðbók án þess að dynurinn frá hreyflunum heyrist í gegn. Eða að geta einbeitt sér að vinnunni án þess að láta truflast af spjallinu á skrifstofunni. Tæknin í umhverfishljóðdeyfandi heyrnartólunum frá Elvita gerir þér það mögulegt.

Skoðum nánar þær þrjár mismunandi gerðir sem Elvita hefur upp á að bjóða en hver um sig er hönnuð með það fyrir augum að bæta upplifun þína við ákveðnar aðstæður.

Elvita ANC TWS Black: Færir þér tónlistina á ferðalögum

Elvita ANC TWS Black heyrnartól í eyrum með virkri deyfingu umhverfishljóða (ANC) er hárrétta lausnin fyrir líf á fullri ferð. Vélardynur og borgarhávaði deyfist um allt að 30 dB og tryggir þér tæran og ómengaðan hljóm. Heyrnartólin eru vatnsþétt (IPX4) og rafhleðslan endist í allt að 25 tíma þannig að þau eru rétta lausnin fyrir langar ferðir, æfingatíma eða bara gönguferð niðri í bæ. Það tekur aðeins hálfan annan tíma að hlaða þau að nýju svo tónlistin er alltaf við hendina þegar þér hentar.

Eiginleikar

  • Allt að 25 tímar í notkun
  • Virk deyfing umhverfishljóða (ANC) allt að 30 dB
  • Vatns- og gufuþétt (IPX4)

Elvita ENC TWS Black: Þægileg hlustun þar sem mikið gengur á

Ef þú kannt að meta sveigjanleika og mikla aðlögunargetu tryggja Elvita ENC TWS Black heyrnartólin í eyru deyfingu umhverfishávaða (ENC) og gott jafnvægi við hlustun. Heyrnartólin eru sérhönnuð til að mæta breytilegum utanaðkomandi hljóðstyrk og henta mjög vel í hávaðasömu skrifstofuumhverfi eða á gönguferðum í borgarumhverfi. Þráðlaus hönnun og Bluetooth-tenging þýðir frjálslega og þægilega notkun, auk þess sem rafhlöðurnar endast lengi og tryggja að þú missir aldrei af neinu í samræðum þínum við aðra.  Eiginleikar

  • Allt að 24 tímar í notkun
  • Deyfing umhverfishávaða (ENC)
  • Raunverulegt þráðlaust steríó (TWS)

Elvita Over Ear ANC Black: Þægindi og gæði bæði heima og í vinnunni

Ef þú kannt að meta þægindi og að hlusta langtímum saman er Elvita Over Ear ANC Black með virkri deyfingu umhverfishljóða (ANC) allt að 35 dB úrvals kostur. Yfirburða hljóðdeyfing og frauðeinangraðar eyrnaskálar tryggja heillandi hljóm án ytri truflana. Það er sama hvort þú ert að horfa á uppáhalds kvikmyndina þína, hlusta á hljóðbók eða einbeita þér að verkefni, heyrnartólin tryggja þér óviðjafnanleg hljómgæði og þægindi. Hleðslan endist í 40 tíma og það tekur bara 2 tíma að hlaða heyrnartólin að nýju svo þau eru rétta lausnin fyrir hlustun allan daginn og langt fram á kvöld. Eiginleikar

  • Allt að 40 tímar í notkun
  • Virk deyfing umhverfishljóða allt að 35 dB
  • Frauðeinangraðar eyrnaskálar
Elvita er hluti af ElonGroup og sérstakt vörumerki verslanakeðjunnar Elon en hún býður raftæki sem uppfylla allar þarfir heimilisins.