Grillaður kjúklingur í Airfryer, góð uppskrift
Grillaður kjúklingur í Airfryer er grunnuppskrift. Til eru margir útfærslur.

Airfryer, eða loftsteikingarpottur er eldhústæki sem nýtur vaxandi vinsælda. Það er ekkert skrítið því matur úr Airfryer er bæði bragðbetri og eldast hraðar. Þú verður bara að prófa þessa uppáhalds leið okkar, að elda heilgrillaðan kjúkling í Airfryer. Þessi uppskrift er fyrir Elvita Airfryer. Við viljum að skinnið sé dásamlega stökkt og kjötið ætti að vera safaríkt - sjáðu fyrir þér nýgrillaðan kjúkling á teini. Lestu meira um hvernig Airfryer virkar hér

Uppskrift kjúklingur í Airfryer

 • 1 heilan kjúkling
 • 2 msk ólífuolía
 • Salt
 • Pipar
 • Ferkst timían
 • 1 heilan hvítlauk
 • 1 sítróna

Síðan gerir þú svona:

 • 1. Skolaðu kjúklinginn í köldu vatni og þerraðu hann svo vel með eldhúspappír.
 • 2. Penslaðu eða nuddaðu síðan olíu yfir allan kjúklinginn.
 • 3. Saltaðu og pipraðu kjúklinginn.
 • 4. Leggðu timíangreinar í botninn á pottinum og settu kjúklinginn ofan á.
 • 5. Skerðu sítrónuna í tvennt og kreistu safann úr öðrum helmingnum yfir allan kjúklinginn, komdu hinum helmingnum fyrir í pottinum við hliðina á kjúklingnum.
 • 6. Skerðu hvítlaukshausinn þvert í tvo hluta og leggðu í pottinum hjá kjúklingnum.
 • 7. Stilltu Airfryer pottinn á 160°C í 10 mínútur, á undir og yfirhita.
 • 8. Snúðu kjúklingnum þannig að bringan snúi upp og stilltu klukkuna á 20 mínútur. Hækkaðu hitann í lokin í 200°C í 5 mínútur til þess að fá stökkt skinn.

Athugið! Mikilvægt er að athuga innra hitastig kjúklingsins, takið hann út þegar innri hiti mælist 67°C við lærlegginn, hann hækkar síðan um nokkrar gráður í viðbót eftir að hann er tekinn út. Mismunandi gerðir af loftsteikingarpottum geta haft áhrif á eldunartímann, sem og stærð kjúklingsins.

Hér getur þú lesið meira um Elvita loftsteikingarpotta

Hvað ættirðu að fá þér með kjúklingnum?

Franskarnar eru klárar! Þú gerir þær líka í Airfryernum. Ef þú átt ekki tvo Airfryer potta heima (við göngum út frá því að það eigi við um flest heimili) þá pakkar þú nýgrillaða kjúklingnum þínum inn í smá álpappír og byrjar. Auðvitað er hægt að taka poka af frosnum kartöflum og hita í um það bil 15 mínútur við 180 gráður. Hristu að minnsta kosti einu sinni.

En viljir þú gera þær frá grunni þarftu:

 • sirka 1 kg kartöflur
 • 1 msk olía
 • Salt
 • Pipar

Síðan gerir þú svona:

1. Skerðu kartöflurnar í stafi og leggðu þá í bleyti í 30 mín. 2. Helltu atinu af og þerraðu þær vandlega með eldhúspappír. 3. Veltu þeim upp úr olíunni. 4. Saltaðu og pipraðu. 5. Stilltu Airfryer pottinn á 12 mínútur við 185°C 6. Veltið frönskunum vel í körfunni. 7. Eldið franskarnir í 5 mínútur í viðbót.

3 góðir (og einfaldir) réttir sem henta vel með kjúklingi:

Tzatziki: Kreistið vökvann úr rifinni gúrku og blandið saman við hreint jógúrt, pressað hvítlauksrif og smá ólífuolíu.

Gráðaostasósa: Myljið niður 100 gr af blámygluosti og blandið saman við 2 dl af sýrðum rjóma ásamt 1 msk af majónesi.

Bernaise: Hægt að kaupa tilbúna. Annars skaltu taka 3 eggjarauður og hella með 2 msk hvítvínsediki í háa blöndunarskál. Bræðið 150 g smjör. Hellið heita smjörinu í þunnum straumi í skálina og pískið vel saman. Kryddið með rifnum lauk, salti, pipar, steinselju og estragoni.

Aðrar góðar Airfryer uppskriftir