Airfryer, pottur sem „djúpsteikir” matinn með því að nota samspil heits lofts og örskammti af olíu, er að ná nýjum hæðum í vinsældum. En vissir þú að Airfryer má nota til þess að steikja meira en bara franskar? Prófaðu að steikja grænmeti, pylsur, banana, vorrúllur – hvers vegna ekki að steikja fiskinagga? En það sem meira er – Airfryerinn sér um þetta sjálfur og þú getur sinnt öðru á meðan hann steikir! Skoðaðu uppskriftirnar okkar fyrir Airfryer. 

Það fyrsta sem þig langar að prófa að steikja í Airfryer eru franskar kartöflur, augljóslega. Eru þær jafn góðar þegar þær eru steiktar án olíu? Verða þær í alvöru jafn stökkar? Svarið er: já! Þú sparar einnig tíma því þú þarft ekki að standa yfir Airfryer pottinum og fylgjast með frönskunum steikjast. Hentu þeim bara í Airfryer körfuna, haltu áfram að sinna öðru sem kallar á athygli þína, og eftir um það bil 16 mínútur áttu til stökkar – og hollari – franskar kartöflur.

4 kostir þess að elda með Airfryer

  • NOTKUN. Þú þarft ekki olíu og getur matreitt fjölbreytta fæðu með allt að 90% minni fitu. Þannig getur þú notið matarins án þess að hafa áhyggjur af óhollustu.
  • TÍMASPARNAÐUR. Þú þarft ekki að standa yfir pottinum og steikja, þetta sér um sig sjálft – og tekur styttri tíma. Stilltu bara klukkuna og notaðu tímann í eitthvað allt annað. 
  • ÖRYGGI. Það er óþarfi að óttast heitar olíuslettur eða að olían brenni við. 
  • FJÖLBREYTNI. Þú getur djúpsteikt miklu fleira en bara franskar! Fisk, grænmeti, kjöt, rótargrænmeti, ávexti… já, meira að segja kexkökur!

Auðvitað er frábært að græða skyndilega fullt af frítíma í stað þess að þurfa að hanga yfir pottum og pönnum. En það er kannski heilsusamlega hliðin sem lokkar frekar? Það er nefnilega frábært að geta notið þess að borða mat sem venjulega þarf mikla fitu við matreiðslu – núna geturðu notið sama matar án heilsuspillandi transfitu sem verður til við hefðbundna djúpsteikingu. 

Airfryer – ekki bara djúpsteikingarpottur

Airfryer er svo miklu meira en bara djúpsteikingartæki, þetta er eiginlega allsherjargræja. Airfryer má nota sem steikarpönnu, pott og bakaraofn því þú getur „steikt” í honum fiskinagga, eldað ravioli og bakað bollakökur! Heitt loftið eldar matinn og það eina sem þú þarft að gera er að setja matinn í körfuna eða í botninn á pottinum og stilla. Airfryerinn frá Elvita er einnig með nokkrar forstillingar, til dæmis fyrir franskar, kjúkling og fisk – fullkomið þegar tíminn er naumur.

Lestu meira um Elvita Airfryer hér!

Hvernig geri ég fiskinagga í airfryer?

Hvernig þá? Taktu fiskinaggana úr frystinum, raðaðu niður því magni sem þú þarft – Airfryer potturinn getur eldað 4 skammta á sama tíma – stilltu pottinn á 200°C og tímann á 12 mínútur. Á meðan getur þú sinnt öðrum hlutum og óþarfi að standa yfir pottinum og fylgjast með því hvort naggarnir séu að eldast í gegn eða hvort brauðhjúpurinn sé að losna af. Eftir 12 mínútur áttu tilbúna fiskinagga!

Fleira sem þú getur eldað í Airfryer

Kíktu á uppskriftirnar fyrir neðan og fáðu innblástur og hugmyndir að réttum til þess að elda í Airfryer!

Hvernig elda ég sætkartöflufranskar í airfryer?

Ef þú vilt fjölbreytileika í franskarnar þínar, þá eru sætar kartöflur tilvalin tilbreyting.

Sotpotatis I Airfryer

Þú þarft:
500 gr af sætum kartöflum
Flögusalt
Krydd eftir smekk, t.d. salvíu, hvítlauk o.fl. 

Framkvæmd:
• Skerðu sætu kartöflurnar niður í jafn þykka stauta og láttu liggja í köldu vatni í 30 mínútur. Með þessum hætti verða þær stökkari. Þerraðu þær svo með eldhúspappír og láttu þorna. 
• Veltu stautunum upp úr flögusalt og öðrum kryddum og raðaðu jafnt í körfuna. Kveiktu á airfryer pottinum og stilltu hita og tíma (180°C í 15 mínútur). 
• Hristu upp í körfunni þegar tíminn er hálfnaður. Síðan bara borða!

Búðu til þínar eigin kartöfluflögur í airfryer

Það er einfalt mál – og þægilegt! – að búa til þínar eigin kartöfluflögur í airfryer og prófa sig áfram með mismunandi krydd. Hér er einföld grunnuppskrift.

Chips I Airfryer

Þú þarft:
4 stórar kartöflur
Flögusalt
1 msk ólífu- eða repjuolíu

Framkvæmd:
• Skerðu kartöflur í örþunnar sneiðar og láttu liggja í köldu vatni í um það bil klukkustund. Þannig dregurðu sterkjuna úr kartöflunum sem gerir þær stökkari við steikingu.
• Leyfðu þeim að þorna vel, helst í að minnsta kosti 20 - 30 mínútur.
Veltu þeim síðan upp úr olíunni og leggðu þær í botninn á airfryer pottinum. Steiktu þær við 200°C í 25 mínútur. 
• Hrærðu í þeim þegar tíminn er hálfnaður.
• Bættu við meira salti eða öðrum kryddum þegar þær eru tilbúnar. 

Gerðu falafel í airfryer

Langar þig í falafel en leggur ekki alveg í að gera bollurnar frá grunni og djúpsteikja þær nokkrar í einu upp úr olíu? Þú getur alltaf hent tilbúnum falafelbollum beint úr frystinum í airfryer. Einfalt og fljótlegt! En ef þú vilt gera þínar eigin, þá er uppskrift hér.

Falafel I Airfryer

Þú þarft:
3 dl kjúklingabaunir (lagðar í bleyti fyrst ef þurrkaðar)
1 lítill laukur
1 dl steinselja fersk
4 hvítlauksgeirar
1 msk hveiti (má skipta út fyrir hrísgrjónahveiti eða annað glútenlaust hveiti)
1 tsk salt
1 tsk cumin
½ tsk malað kóríander
Kardemomma (á hnífsoddi, má sleppa)
Pipar

Framkvæmd:
• Leggðu kjúklingabaunirnar í bleyti samkvæmt leiðbeiningunum á pakkningunni – best er að láta þær liggja yfir nótt. 
• Blandaðu öllum hráefnunum saman í matvinnsluvél þar til verður að nokkuð þurru deigi.
• Ef þú hefur ekki aðgang að matvinnsluvél má t.d. nota mortel til þess að mauka baunirnar og fínsaxa restina af hráefnunum. Ef deigið verður of blautt skaltu bæta við hveiti.
• Mótaðu deigið í litlar bollur eða flettu út í litla klatta. Um msk af deigi er hentug stærð. 
• Raðaðu þeim í airfryer pottinn og steiktu í 15 mínútur. Snúðu þeim þegar tíminn er hálfnaður. Á meðan þú bíður geturðu skellt í hummus!

Steiktu banana í airfryer

Hvernig hljómar eitthvað fljótlegt og einfalt í eftirrétt eða bara ljúffengt millimál? Prófaðu að steikja bananasneiðar og bera fram með ís eða þeyttum rjóma!

Banan I Airfryer

Þú þarft:
1 skorinn banana

Framkvæmd:
• Skerðu banana í 1cm þykkar sneiðar, helst skáhallt.
• Settu bökunarpappír í botninn á airfryer körfunni og raðaðu bananasneiðunum þannig að þær snertist ekki. Penslaðu eða spreyjaðu með lárperu- eða annarri bragðlausri olíu. 
• Steiktu í 5 mínútur við 190°C. 

Það stendur ekkert í vegi fyrir þér nema ímyndunaraflið þegar kemur að því hvað þú eldar í airfryer pottinum. Galdurinn er sá að kveikja á pottinum og velja réttan hita og tíma. Þegar þú hefur lokið við að nota pottinn þá er ótrúlega einfalt að hreinsa hann – engir stórir pottar sem þarf að vaska upp – hentu bara körfunni í uppþvottavélina og allt er klappað og klárt.