111924 1
111924 2
111924 3
111924 4
111924 5
111924 6
111924 1
111924 2
111924 3
111924 4
111924 5
111924 6

Upplýsingar um vöru

Láttu kvöldmatinn bíða þín tilbúinn þegar þú kemur heim

Elvita Hægeldunarpottur CSC7633X er tilvalinn til þess að hægelda rétti eins og tættan grís á einfaldan og hnökralausan máta. Hægeldunarpotturinn sér um matseldina á meðan þú ert í burtu þannig þú getir komið heim í bragðmikla og meyra rétti tilbúna fyrir kvöldmatarborðið.

Meiri tími á daginn og hollur heimagerður matur – útópía?

Þú getur útbúið máltíðir og geymt í frysti, síðan skellirðu þeim í hægeldunarpottinn um morguninn áður en þú leggur af stað til vinnu. Hægeldunarpotturinn sér síðan um að elda allt frá kjötsósum, stroganoff réttum eða kjúklingasúpum. Það eina sem þú þarft að gera er að leggja á borð og sjóða pasta eða hrísgrjón, eftir það er kominn matur! Heimagerður hollur matur sem tekur enga stund. Þú þarft ekki einu sinni að elda máltíðirnar áður en þær fara í frysti, þú hreinlega skellir hráefnunum í ziplock poka og frystir máltíðina þannig. Slepptu tökunum á hversdagsstressinu og útbúðu máltíðir þegar þú hefur tíma aflögu.

Vandaður og einfaldur í notkun

Hægeldunarpottinum fylgir lok úr tempruðu gleri og fjarlægjanlegur keramik pottur. Pottinn má þvo í uppþvottavél og rúmar hann 5,7 lítra. Stillingunum er breytt í gegnum stafrænt stjórnborð með þremur hitastillingum, lágt, hátt og volgt. Eftir að eldun er lokið kviknar sjálfvirk á stillingu sem heldur hita á matnum í allt að fjórar klukkustundir. Þannig býður þín alltaf heit máltíð þegar kemur að matartíma.

Tæknilegar upplýsingar

Tækniupplýsingar Elvita CSC7633X
Breidd 423 mm
Dýpt 305 mm
Hæð 270 mm
Stærð 5,7 lítrar
Litur Ryðfrítt stál

Vöruupplýsingar og leiðarvísar