energivimpel_A_Left
CIS5623X 113986 01
113986 01
113986 02
CIS5623X 113986 01
113986 01
113986 02

Upplýsingar um vöru

Spanhelluborð með blástursofni

Elvita CIS5623X er 60 cm breið eldavél með spanhellum, blástursofni og 230 Volta tengingu. Hægt er að stilla fæturnar og því getur eldavélin verið 85-94 cm há.

Blástursofn með Fast Preheat

Ofninn er með blæstri, stóru og litlu grilli og rúmar 70 lítra. Með blæstrinum er hægt að elda á fjórum hæðum í einu.

Ofninn er fljótur að fara upp í 200°C, en með Fast Preheat tekur það aðeins 7 mínútur.

Öruggt og hraðvirkt spanhelluborð

Spanhelluborðið er með fjögur svæði sem hitna hratt, örugglega og eru orkusparandi. Helluborðið helst kalt þar sem spanhellan hitar upp pottinn sjálfan. Helluborðinu er stjórnað með snertistjórnborði og hægt er að tengja saman tvö svæði til að fá stærri hellu, sem er fullkomið þegar þú ert að elda á stórri pönnu. Helluborðið er með tímavirkni og sérstakri stillingu til að halda heitu. Pottar og pönnur þurfa að vera með segulmögnuðum botni til að hægt sé að elda með þeim á spanhelluborðinu.

Öruggt og stöðugt

Kæliviftan kælir stjórnborð eldavélarinnar og ytra byrðið. Viftan fer í gang þegar kveikt er á ofninum. Ofninn er með stöðuga hurð. Það slökknar á ofninum og viftunni þegar ofnhurðin er opnuð en það fer aftur af stað þegar hurðinni er lokað aftur.

Auðvelt að þrífa

Hægt er að fjarlægja takkana við helluborðið og þeir mega fara í uppþvottavél. Water Clean stillingin auðveldar þrif á ofninum. Snúðu takkanum á Water Clean og helltu 0,6 lítrum af vatni í ofnskúffu og settu neðst í ofninn. Svo eftir 30 mínútur er ekkert mál að strjúka óhreinindin af með rakri tusku. Einnig er hægt að fjarlægja hurðina til auðvelda þrif.

Aukahlutir

Með eldavélinni fylgja tvær ofnplötur, grillgrind og 7 cm djúp ofnskúffa. Auðvelt er að geyma þessa hluti í handhægri skúffu undir ofninum. Eldavélin er með norrænum grunni að aftan.

Snúra og kló fylgja ekki með.

Tæknilegar upplýsingar

Skrásett vörumerki Elvita
Ábyrgð 5 ár
Litur Ryðfrítt stál
Hreinsikerfi Staðlað
Helluborð Nei
Eldunarsvæði Nei
Tvöföld hella Nei
Gas Nei
Span
Skjár Nei
Blástur
Grillstilling
Pizza stilling Nei
Barnalæsing
Orkuflokkur A
Volt 230 V
Hæð (mm) 900 mm
Breidd (mm) 597 mm
Dýpt (mm) 594 mm
Hitamælir Nei
Örbylgja Nei
Slekkur á sér við tímastillingu Nei
Slökknar sjálfkrafa Nei
High-light
Brautir Nei
Svæði 4
Ofnplötur 2 stk
Ofnskúffur 1 stk
Grillgrindur 1 stk
Stillingar Rafrænar
Hitagjafi Rafmagn
Rúmtak ofns (lítrar) 70 lítrar
Stærð ofns stór: 65 < lítrar
Þyngd 53 kg
Stærð ofns Stór
Gler keramíkhella
Hraðsuðusvæði 1

Orkumerkingar

Vöruupplýsingar og leiðarvísar