Made for Nordic Conditions

Á Norðurlöndum erum við vel heima í heimilum.

Við búum við langa dimma vetur, lárétta rigningu og jafnvel haglél um hásumar og þess vegna höfum við orðið að hugsa öðruvísi en aðrir og leggja harðar að okkur. Í roki og rigningu verðum við að eyða meiri tíma innandyra. Veðrið getur verið mjög óaðlaðandi og því höfum við einmitt sérhæft okkur í aðlaðandi heimilum. Þess vegna þarf það ekki að koma á óvart að við Norðurlandabúar séum í fremstu röð hvað varðar hönnun, húsagerðarlist og innréttingar.

Við hjá Elvita höldum áfram þeirri norrænu hefð að móta heimili í fremstu röð með því að hanna og smíða framsæknar vörur. Þegar veturnir eru langir og dimmir er þörf fyrir úthugsaða og bjarta lýsingu. Þegar rignir eins og hellt sé úr fötu dögum saman er þörf fyrir þurrkara og þurrkskápa sem ekki gefast upp. Og allir kaffitímarnir okkar þýða að við þurfum kaffivélar sem búa til heimsklassa kaffi.

Við Norðurlandabúar þurfum nefnilega að hugsa okkur vel um áður en ný vara er sett í framleiðslu. Vörurnar okkar verða að vera bæði sterkar og endingargóðar til að þola álagið af norræna veðurfarinu en þær þurfa líka að uppfylla þær kröfur sem við gerum til lífsins. Og því lofum við þér.

Elvita – Made for Nordic Conditions.