Elvita - hversdagshetjur fyrir hversdagshetjur

Við tökum ofan fyrir þeim sem tína stök basilíkulauf úr pastadiskum tortrygginna fimm ára barna, öllum þeim sem sofna við kvöldlesturinn, öllum þeim sem taka treyjurnar með heim í þvottinn eftir leikinn á sunnudögum, öllum þeim sem vinna frameftir með kaffivélina sem sinn eina vinnufélaga, þeim sem baka með kaffinu á föstudögum eða elda kvöldverð fyrir grænmetisætur á unglingsaldri, kjötelskandi eiginkonu og tvö matvönd smábörn. Þetta eru vörurnar fyrir öll þau sem púsla saman lífinu bút fyrir bút og þarfnast allrar hjálpar sem þau geta fengið. Vörurnar okkar eru skósveinar og aðstoðarkokkar þessara hvunndagshetja.

Fjölbreytt og sérvalið vöruúrval

Fyrir allt heimilið og fyrirtækið. Elvita eru góðar vörur á góðu verði, vandlega útvaldar fyrir heimili og fyrirtæki. Markmið okkar er að bjóða upp á allt frá einstökum eldhústækjum upp í allsherjar vörulínur af hvítvöru og raftækjum.

Við vitum að tæki og heimilisvörur spila stórt hlutverk í lífi okkar og að það mikilvægasta við þau er hvað þau geta gert fyrir okkur. Þökk sé ísskápum getum við drukkið kaldan bjór. Þökk sé þvottavélum getum við klæðst þeim fötum sem okkur líkar. Þökk sé hægeldunarpottum getum við fengið okkur góðan kvöldverð. Með Elvita viljum við einfaldlega bjóða upp á mjög góðar vörur fyrir heimilið þitt, sem kosta ekki meira en þær þurfa. Sem vinna í bakgrunninum svo þú getir einbeitt þér að því sem skiptir máli í lífinu, af alvöru.

Elvita - ljósu punktarnir í lífinu

Þegar dimma tekur getur verið gott að kveikja á lampa, skríða upp í sófa eða rúm og lesa góða bók. Nýttu þér allan þann frítíma sem býðst, það er ekki vitlaust.

Lysa

Vertu hversdagshetja í eldhúsinu

Ímyndaðu þér að þurfa ekki að taka fram steikarpönnu og nokkra mismunandi potta heldur elda allt sem þig langar í á einum og sama stað - beint inn í ofninn! Þetta kallast ofnplöturéttir og hefur fljótt orðið vinsæl eldunarleið fyrir alla fjölskylduna. Hér höfum við safnað nokkrum hvetjandi uppskriftum af mat sem þú getur auðveldlega eldað í ofninum.

Hvernig á að elda auðveldlega fyrir alla fjölskylduna

Platmat