Hljómar það kannski of gott til þess að vera satt? Svo er ekki, þú getur galdrað fram bragðgóðar og næringarríkar máltíðir í hægeldunarpottinum á meðan þú sinnir öðru. Streitulaust og sveigjanlegt!

Þú hefur væntanlega heyrt um hægeldun? Hægeldunarpotturinn virkar ekki ósvipað því að hægelda í steypujárnspotti nema þú stingur pottinum í samband og þarft ekki að fylgjast með eldavélinni. 

Allt sem þarf að gera er að fylla pottinn með hráefnunum sem þú kýst, stilla klukkuna á pottinum og láta hann síðan sjá um rest! Þú þarft ekki að vera atvinnukokkur til þess að galdra fram dýrindis rifinn grís eða dásamlega meyra pottrétti – eina sem þú þarft er hægeldunarpottur.

5 kostir hægeldunarpottsins

SPARAR TÍMA. Láttu hægeldunarpottinn um að elda á meðan þú ert í vinnunni eða á meðan krakkarnir eru á æfingu eða hvað sem þú vilt frekar gera. 
NÆRING. Hægeldun sér til þess að allt grænmeti, kjöt eða fiskur haldi í næringargildi sitt – og þú sleppur við að nota óþarfa fitugjafa í matreiðsluna. Bless ruslfæði!
GOTT. Þú hefur eflaust heyrt um að góða tómatpastasósu ætti að elda í nokkrar klukkustundir. Þú hefur eflaust líka heyrt hversu erfitt að getur reynst að láta kjöt verða virkilega meyrt. Nú er það ekkert mál, ef þú lætur hægeldunarpottinn um málið. 
DREGUR ÚR MATARSÓUN. Nýttu afgangshráefni í hægeldunarpottinn. Þannig geturðu dregið verulega úr matarsóun. 
ORKUSPARNAÐUR. Hægeldunarpotturinn notar minni orku (235W) en hefðbundin eldavél.

Svona eldast maturinn í hægeldunarpottinum

Inni í hægeldunartækinu er keramikpottur sem rúmar 5,7L – í honum getur þú eldað máltíð fyrir alla fjölskylduna. Pottinn má auðveldlega þrífa í uppþvottavél ásamt pottlokinu sem er úr hitaþolnu gleri. Potturinn hefur þrjár hitastillingar: lágt, miðlungs og hátt – auk þess að hafa sérstillingu sem heldur hita á matnum í allt að 4 klukkustundir eftir að eldunartíma er lokið. Sérðu þetta ekki fyrir þér? 

Undirbúðu mat beint úr frysti

Annar stór kostur við hægeldunarpottinn er að geta undirbúið máltíðir fram í tímann. Tilvalið fyrir stórar fjölskyldur með stútfulla dagskrá sem þyrfti helst að undirbúa máltíðir nokkra daga fram í tímann. Frystimáltíðir, þar sem hráefnin eru einfaldlega sett saman í poka og hent í frysti, t.d. hráefni fyrir stroganoff eða chillipottrétti. Með þessum hætti áttu alltaf til máltíðir í frysti og þarft ekki að koma við í búð á síðustu stundu. Á morgnana tekurðu pokann úr frysti og tæmir úr honum beint í hægsuðupottinn, kveikir á honum og þegar þú kemur heim áttu gómsætan tilbúinn pottrétt í kvöldmatinn. Það mætti segja að þú eigir þinn eigin matarframleiðanda – en fyrst og fremst spararðu þér óþarfa stress með því að láta kvöldmatinn bíða tilbúinn eftir fjölskyldunni þegar þið komið heim í lok dags. 

Auðvitað geturðu eldað hrísgrjón – og egg – í hægeldunarpottinum

Þú þarft ekki að spara hægeldunarpottinn fyrir stórar máltíðir, flókna pottrétti og sósur, eingöngu. Þú getur líka notað hann til þess að gera hrísgrjón fyrir fjölskylduna, eða jafnvel kartöflur! Vill öll fjölskyldan fá egg í morgunmat eða er stórfjölskyldan á leiðinni í brunch? Nýttu tækifærið og hægeldaðu eggin í hægeldunarpottinum þínum. Þú einfaldlega setur eggin í botninn á pottinum, þannig að þau liggi ekki hvort ofan á öðru, hellir vatni í pottinn svo það ná alveg yfir eggin og saltar vatnið. Stilltu pottinn á hæsta hita og láttu malla í 2 og hálfa klukkustund. Þegar þú tekur eggin upp úr skaltu setja þau í skál með köldu vatni til þess að stöðva frekari eldun. 

Lestu meira um Elvita hægeldunarpottinn hér.

Bakaðu í hægeldunarpottinum

Þú getur einnig notað hægeldunarpottinn sem bökunarofn og gert ljúffengar kökur – svo framarlega sem að bökunarformið passi í pottinn – snilldarráð!

Bananbrod I Slowcooker

Bakaðu í hægeldunarpottinum

Þú getur einnig notað hægeldunarpottinn sem bökunarofn og gert ljúffengar kökur – svo framarlega sem að bökunarformið passi í pottinn – snilldarráð!

Bananakaka úr aðeins 3 innihaldsefnum

Bananabrauð í hægeldunarpotti? Ekkert mál. 

Þú þarft: 
1 dós niðursoðin mjólk
5 maukaðir bananar
6 dl sjálfrísandi hveiti eða annað lyftiduftsbætt hveiti

Framkvæmd:
• Stilltu hægeldunarpottinn á hæsta hita.
• Smyrðu formið með smá smjöri og hitaðu það aðeins.
• Hrærðu saman hráefnum og helltu í formið.
• Helltu vatni í botninn á hægsuðupottinum, u.þ.b. 3 cm hátt, og leggðu formið ofan í.
• Leggðu viskastykki undir lokið á pottinum til þess að koma í veg fyrir að gufudropar falli ofan á brauðið.
• Bakaðu í 2 klst. Ath. að þú gætir þurft að lengja tímann. 
• Berðu bananakökuna fram með þeyttum rjóma eða ís!

Kladdkaka í hægeldunarpotti

Enginn getur staðist mjúka og klístraða köku í eftirrétt. Hentu öllum hráefnunum í pottinn áður en kvöldmaturinn hefst svo þú þurfir ekki að fara frá matarborðinu, og láttu kökuna um að baka sig sjálfa!

Þú þarft:
75gr smjör
1,5dl mjólk
2 stór egg (eða 3 minni)
5dl hveiti
2 dl flórsykur
1 tsk lyftiduft
½ dl kakó (eða meira ef þú vilt dýpra súkkulaðibragð)
1 msk vanillusykur
½ tsk salt
Olía til þess að smyrja pottinn að innan, helst bragðlausa t.d. repju- eða bragðlausa kókosolíu.

Framkvæmd:
• Smyrðu pottinn að innan með olíu en bíddu með að kveikja á hitanum.
• Helltu öllum þurru innihaldsefnunum í pottinn og blandaðu vel saman. Þú getur líka blandað þeim í skál fyrst áður en þú hellir þeim í pottinn. 
• Bræddu smjörið í litlum potti og blandaðu mjólkinni saman við.
• Blandaðu smjörblöndunni saman við þurrefnin 
• Hrærðu eggjunum saman við, eitt í einu. 
• Blandaðu öllu vel saman og passaðu að skafa vandlega úr hliðunum á pottinum. 
• Settu þunnt viskastykki undir pottlokið svo gufudropar falli ekki ofan á kökuna úr lokinu. 
• Kveiktu á hægeldunarpottinum á hæsta hita og stilltu tímann á 1 og hálfa klukkustund. 
• Borið fram með þeyttum rjóma eða ís og ferskum berjum. 

Gerðu þinn eigin grjónagraut

Komdu í veg fyrir brenndan graut og slepptu því að hræra endalaust í pottinum – þú einfaldlega setur hráefnin í pottinn og lætur hann sjá um þetta fyrir þig!

Fyrir 6 skammta þarf:
2,5 dl grautarhrísgrjón
5 dl vatn
9,5 dl mjólk
1 msk sykur
Smá salt
1 msk smjör
Hálfur til 1 dl rjómi

Framkvæmd: 
• Hreinsaðu grjónin vel í köldu vatni.
• Stilltu hægeldunarpottinn á lágan hita.
• Helltu vatni, mjólk, sykri, salti og grjónum í pottinn. Hrærðu varlega saman og bættu síðan smjörinu við. 
• Settu lokið á pottinn og láttu malla í 3 klukkustundir. 
• Þú þarft aðeins að hræra nokkrum sinnum í grautnum og að lokum geturðu þynnt grautinn út með eins miklum rjóma og þú vilt og hitað svo upp í 30-60 mínútur.