Það er ekki bara nauðsynlegt að setja upp ljósgjafa og lýsingu, þannig er líka hægt að innrétta á sinn sérstaka hátt og möguleikarnir eru óendanlegir. Það er bæði einfalt og gaman að innrétta innanhúss með lýsingu með því að byrja á réttum enda og kynna sér hönnunarráðin frá okkur.
Bestur árangur næst þegar lýsingin innanhúss helst í hendur við aðra þætti á heimilinu. Húsgögn, litaval og textílefni hafa áhrif á það hvaða ljósgjafar henta best. Séu húsgögnin, aðrir þættir innréttinga og veggfóður í dökkum litum, draga þeir ljósið í sig og þá þarf fleiri ljósgjafa til að móta aðlaðandi rými.
Perurnar sem valdar eru ráða miklu um það hvernig fólk skynjar heimilið. Gott er að hafa í huga að hvítar perur henta með flestum litum innréttinga því þær líkjast dagsbirtunni mest. Gular perur draga hins vegar fram það besta í hlýjum litum veggja og veggfóðurs. LED-lýsing gefur bláleita birtu sem fellur vel við daufa pastelliti en er líka góður andstöðulitur við hlýja gula litatóna.
Ljósgjafar hafa mikil áhrif á þá tilfinningu sem þú vilt að rýmið gefi. Stemmingarlýsing er mikilvægur þáttur þess að sýna heimilið sem aðlaðandi og notalegan stað, einkum þegar innréttað er með dökkum og hörðum húsgögnum og litum. Það gefur bæði notalega stemmingu og er fallegt að setja litla ljósgjafa í mismunandi hæð í bókahilluna, á hliðarborð eða kommóðu.
Ábendingar! Umbyltu nytsömu og almennu lýsingunni í stemmingarlýsingu með ljósdeyfi. Það er líka hægt að fá perur með deyfivirkni sem hægt er að stýra frá ljósrofanum.
Uppáhaldslampi sérfræðinganna í innréttingum í þrenns konar samhengi!
Alta er lampinn sem sérfræðingarnir velja til lýsingar innanhúss. Hann er hannaður með það fyrir augum að vera fallegur með hvaða stíl sem er!
@faggemala1912: „Ég vil helst blanda saman gömlu og nýju. Lampinn fer svo vel á gömlu rókokókommóðunni.“
@3res: „Það kemur svo vel út að brjóta upp ljósa innréttingu með svörtum lampa. Hann er rétti leslampinn fyrir hægindastólinn.“
@rangas_etc: „Nýr lampi var tekinn í notkun og hann lýsir upp litla ganginn okkar.“ Algengar spurningar um innanhússlýsingu
- Almenn lýsing – Mikilvægt er að hafa eitt aðalljós í rýminu, til dæmis loftlampa. Stundum þarf svo að bæta lýsinguna með minni lömpum sem einnig gegna nytsömu hlutverki. - Vegglampar – gott er að nýta rýmið á veggjunum og hafa til dæmis vegglampa í svefnherberginu. - Margir ljósgjafar – Gættu þess að setja saman fjölbreytta lýsingu, bæði hagnýta og til að skapa notalega stemmingu. - Lampar eru fallegur þáttur í innréttingum – Veldu lampa, skerma og lampafætur eftir lögun, stærð og lit í samræmi við stíl innréttingarinnar.
Þegar ljós eru sett upp er nauðsynlegt að hafa í huga bæði almenna lýsingu, nytsama lýsingu og lýsingu til að skapa notalega stemmingu. Bestur árangur næst með því að hafa 5-10 ljósgjafa í hverju rými.
Þegar verið er að móta lýsingu í dagstofu þarf að hafa stærð hennar í huga. Því stærri sem hún er, þeim mun meiri lýsingu þarf. Mælt er með því að hafa minnst fimm mismunandi ljósgjafa, allt frá loftlampa og standlampa við sófann til notalegrar lýsingar með ljósaseríum, vegglömpum og borðlömpum.
Er kominn tími til að setja upp innanhússlýsingu en það liggur ekki ljóst fyrir hvernig hún á að vera? Gott ráð er að horfa á rýmið í heild sinni þegar skipulagt er hvernig lampa á að setja upp og hvar. Veltu því fyrir þér að setja upp lampa í mismunandi hæð, það er bæði í loft, á veggi og á gólf, til að styrkja tilfinninguna fyrir rýminu. Það er hægt að setja borðlampa í bæði gluggakistur og á húsgögn.
Innanhússlýsing – frá standlömpum til loftljósa