Hefur þú einhverja hugmynd um hvaða matvæli þú átt til í kæliskápnum eða frystinum? Þarftu oft að henda mat sem hefur verið of lengi í kæli eða er skemmdur eftir frostið í frystinum? Snjallir kælar og frystar ásamt nokkrum góðum ráðum hjálpa þér að verða sannkallaður matarmeistari og draga úr óþarfa matarsóun – og spara pening í leiðinni!

Kæliskápar og frystar eru alltaf að verða snjallari og snjallari og sjá enn betur um matvælin okkar. Með smá útsjónarsemi og skipulagi er hægt að lengja líftíma matvælanna enn meira. Matarsóun, eða það að við hendum mat sem við höfum ekki haft tíma til að nýta eða þeim matvælum sem skemmast, er ástæðan fyrir 20-25% af loftlagsáhrifum, samkvæmt Sænsku umhverfisverndarstofnuninni. Tölur sýna að hver Íslendingur hendi að meðaltali 20 kg á ári af matvælum sem hefði verið hægt að nýta.

4 ástæður fyrir aukinni matarsóun

TÍMALEYSI. Við eyðum ekki tíma í að skipuleggja matinn og oft höfum við ekki hugmynd um hvað við eigum til heima. Þetta leiðir oft til þess að við förum oftar í matvörubúðir og kaupum minna í einu, án umhugsunar.
OFÁÆTLUÐ INNKAUP. Því minna sem við plönum matarinnkaupin, því oftar kaupum við meira en við þurfum. Matur sem mun standa í kælinum og við höfum aldrei tíma til að elda áður en hann skemmist.
VANTÚLKUN. Við lesum of bókstaflega í Best fyrir dagsetninguna á matvælunum og hendum því oft mat sem er ennþá í fullkomlega góðu lagi.
RUSLAGLEÐI. Við erum mörg rosalega slæm þegar það kemur að því að tæma pakkningar og fá sem mest úr matnum áður en við hendum í ruslið. Í staðin hendum við pakkningum sem eru ekki tómar, sérstaklega þegar við þrífum kælinn (sem geta einmitt verið frekar sóðalegir þegar lítið er um skipulag).

Svona getur þú orðið matarmeistari og dregið úr matarsóun

GERÐU ÞÉR PLAN. Ávinningurinn af því að gefa þér smá tíma til að plana matarinnkaupin, t.d. fyrir viku í senn, er gífurlegur. Ef þú veist hvað þú ætlar að borða á hverjum degi þá er auðveldara að kaupa bara það sem þig vantar. Mundu líka að hugsa hvað er ferskast fyrst eftir innkaupin og hvað má frysta og borða síðar í vikunni, til dæmis pottréttir eða tilbúnar frosnar bollur.

HUGAÐU AÐ GEYMSLUNNI. Sum matvæli skemmast einfaldlega út af því að við geymum þau vitlaust. Vertu viss um að kælirinn sé mjög kaldur, helst við 4-5 gráður. Kæliskápar í dag eru oft með mismunandi svæði, til dæmis með kaldara svæði fyrir kjöt og fisk. Grænmetis- og ávaxtaskúffur eru oft með rakastjórnun til að gera kjöraðstæður til að geyma þessi matvæli. Sumir kæliskápar eru líka með Super Cool virkni sem þýðir að hann kælir hraðar – sem er fullkomið þegar þú þarft að fylla kælinn með brakandi ferskum innkaupum.

Gott ráð!

Bananar, ananans og lárperur eiga ekki heima í kæli. Ef þessi matvæli rata í kæli geta þau orðið fyrir kæliskemmdum og tapað bragði. Ef þú setur þetta frekar í skál á eldhúsbekknum þá helst bragðið betur og þú sleppur frekar við það að þurfa að henda þessu þegar það skemmist í kælinum. Og ef það er ennþá pláss í skálinni þá getur þú líka geymt tómata, lauk og sítrusávexti með. Þessi matvæli bragðast betur við stofuhita, en mega samt sem áður alveg fara í kæli.

Avokado Ska Inte Ligga I Kylen

LENGDU LÍFTÍMANN. Mjólkurafurðir, til dæmis mjólk, rjómi og jógúrt, eiga heima í kæli en endast enn betur ef þau eru ekki látin standa á eldhúsbekknum heldur rata fljótt aftur í kuldann. Því er tilvalið að dusta rykið af mjólkurkönnunni og nota aðeins það sem þú þarft þegar þú býður upp á kaffi. Olíur þrána líka hraðar ef þær hitna og því er best að geyma þær inni í skáp. Það sama gildir um hnetur. Því hentar það ágætlega að skella möndlum og graskersfræjum í kæli.

VERTU MATARMEISTARI OG NÝTTU HRÁEFNIÐ. Þó að það sé farið að sjá aðeins á grænmetinu og ávöxtunum þá er samt hægt að nota þau í eldamennsku. Áttu smá grænmeti afgangs? Skelltu því í súpu og maukaðu. Eða áttu eitthvað af ávöxtum sem farið er að sjá á? Ekkert mál, hentar vel í þeyting eða skorið niður í ávaxtasalat. Meira að segja lúnir kirsuberjatómatar eru fínir í omelettuna!

Gott ráð!

Eru bananarnir orðnir aðeins of þroskaðir og hættir að vera girnilegir? Þá er tilvalið að skera þá niður, setja í poka og inn í frysti. Þeir eru þá tilbúnir fyrir þig næst þegar þú vilt skella í þeyting!

Gamla Bananer

FRYSTA, FRYSTA, FRYSTA. Matur eyðilegst ekki ef þú frystir hann, þar sem bakteríur þrífast ekki í frosti. Hins vegar geta sum matvæli tapað bragði. Þess vegna er sérstaklega mikilvægt að leyfa matnum að kólna almennilega áður en þú frystir hann. Af hverju? Ef þú frystir mat sem er ennþá heitur þá tekur það lengri tíma fyrir matinn að frosna og því myndast kristallar á matnum. Þú vilt helst að matur frosni fljótt, sérstaklega ef þú ert að frysta kjöt. Kristallar geta rifið í sundur samsetningu matvælanna og það verður erfiðara að elda matinn.

Líftími matvæla í frysti:

Fiturík matvæli þola síður að vera lengi í frysti, þar sem það eru meiri líkur á að fitan þráni.
• Feitur fiskur og kjöt = 6 mánuðir
• Fitusnauður fiskur og kjöt = 12 mánuðir
• Kökur, tertur og fituríkar bollur = 3 mánuðir
• Brauð = 12 mánuðir
• Ber, ávextir og grænmeti = 12 mánuðir

NOTAÐU RÉTTAR PAKKNINGAR. Með því að geyma matinn í réttum matarílátum endist maturinn enn betur. Prófaðu að nota þétta poka og jafnvel lofttæma þá. Þannig nýtir þú plássið í frystinum enn betur. Nýttu líka tækifærið og notaðu góðan túss til að merkja pokana með innihaldi og dagsetningu, svo þú vitir hversu gamalt innihaldið er.

Gott ráð!

Prófaðu að gera tvöfalda uppskrift næst þegar þú gerir heimagerðar pítsur. Þú getur bakað auka botn og fryst hann til að eiga. Þá er enn einfaldara að græja pítsu næst!

Frysa In Pizzadeg

AFÞÍÐING. Í dag eru snjallir kæliskápar með sjálfvirka afþíðingu, en oftast þarf að afþíða frysta reglulega. Frostið myndast þegar rakt loft kemst í snertingu við kaldara yfirborð og sjálfvirk afþíðing þýðir að kælt loft dreifist í hringrás í skápnum og kemur í veg fyrir frost. Galdurinn er að hafa bæði kælinn og frystinn lokaða eins mikið og hægt er, til að koma í veg fyrir að heitt loft komist inn í skápinn – og þannig notar þú líka minna af orku. Ef þú þarft að afþíða frystinn þá er tilvalið að fara yfir innihaldið og nota matvælin í leiðinni.

BESTAÐU FRYSTINN. Annað frábært matarráð er að geyma svipuð matvæli saman, þá í skúffum, körfum eða döllum. Til dæmis brauðmeti í einum kassa, grænmeti og ávexti í öðrum kassa, ís og sætindi í þriðja kassanum og svo framvegis. Þá er auðveldara að hafa yfirsýn yfir hvaða matvæli þú átt til þegar þú ert að leita eftir einhverju fljótlegu. Vertu með einn „frystikistudag“ í viku þar sem þú nýtir eitthvað sem þú átt til í frystinum.

LÁG ORKUNOTKUN = UMHVERFISVÆNNI KOSTUR. Í dag eru kæliskápar og frystar með betri einangrun en áður og nýta því orkuna betur. Helsta orkusugan er þegar kerfið þarf að kæla loftið þegar kæliskápurinn er opnaður. Flestir kælar í dag eru í orkuflokk A+ eða hærra, en því fleiri plúsar á eftir A-inu, því betri orkunýtni..

Gott ráð!

Sumir snjallir kælar og frystar eru með sérstaklega orkusparandi stillingu, Eco-Energy. Þú getur til dæmis notað þessa stillingu þegar þú ferð í frí eða ert almennt í burtu frá heimilinu þínu í lengri tíma. Þá fara tækin þín í sérstaklega orkusparandi stillingu.

Semester 1

Hér sérðu alla kæliskápana og frystana okkar!