Ímyndaðu þér eldamennsku lausa við þungar steikarpönnur og potta, þar sem allt er eldað á einni og sömu ofnplötunni – þú bara skellir henni inn í ofn og stillir tímann!

Þessi einfalda eldunarleið er ótrúlega þægileg fyrir fjölskyldur. Hér höfum við tekið saman nokkrar einfaldar uppskriftir til þess að veita ykkur innblástur til þess að elda allt á einni ofnplötu. 

Ofnplötumáltíðir hafa farið vaxandi í vinsældum upp á síðkastið og fyrir fólk sem vilja kafa djúpt ofan í þessa eldunartækni eru til fjöldinn allur af matreiðslubókum með þessu þema sem má auðveldlega finna á netinu. Í einföldu máli þá snýst þetta um að kveikja á ofninum, raða allskyns góðgæti á ofnplötu og stinga henni í ofn þar sem máltíðin eldast saman á einni plötu. 

Steikarpannan heyrir sögunni til, nema kannski til þess að bera matinn fallega fram í eins og hefur verið vinsælt – einfalt og fullkomið þegar þú vilt spara uppvaskið!

Einfaldar ofnplötu uppskriftir

Auk þess að geta galdrað fram kvöldverð fyrir alla fjölskylduna á einni og sömu ofnplötunni, getur þú líka gert dýrindis eftirrétti í ofninum. Kíktu á uppskriftirnar okkar hér neðar!

Hér finnur þú alla ofnana okkar. 

Grænmetisréttur með halloumi osti

Ofnbakað grænmeti er algjört lostæti og þú getur notað hvaða grænmeti sem þig lystir í réttinn, t.d. spergilkál, lauk, paprikur og jafnvel grænkál! Rétturinn hentar einnig sérstaklega vel sem meðlæti fyrir fiski- eða kjötrétti.

Halloumipytt

Þú þarft:
4 knippi gulrætur
10 nýjar kartöflur
1 blómkálshaus
Ólífuolía
Salt og pipar
200 gr halloumi ostur
1 knippi steinselja
Krydd að eigin vali (ef vill)

Framkvæmd:
•  Stilltu ofninn á 225°C
•  Leggðu bökunarpappír á ofnplötu
•  Skerðu gulrætur, kartöflur og blómkál í nokkuð stóra bita og raðaðu þeim á ofnplötuna. Sáldraðu svolítið af olíu, salti og pipar yfir. 
•  Bakað í miðjum ofni í um það bil 30 mínútur. Veltu grænmetinu þegar tíminn er hálfnaður. 
•  Steiktu halloumi ostinn á pönnu á meðalháum hita svo osturinn taki góðan lit.
•  Raðaðu halloumi ostinum ofan á grænmetið þegar það er fullbakað og sáldraðu saxaðri steinselju yfir ásamt kryddum að eigin vali ef þú vilt. 
•  Berðu fram með góðri kaldri sósu. 

Gott ráð! Bættu við blaðlauk á ofnplötuna, það er extra gott. Fullkomið til þess að nýta t.d. afgangslauk úr annarri uppskrift. Skerðu blaðlaukinn í nokkuð þykkar sneiðar, um 5mm, og raðaðu á ofnplötu ásamt kjúklingi eða öðru sem þú ætlar að baka í ofninum – mjög gott!

Grísalund með kartöflum og svartkáli

Að sjálfsögðu er hægt að elda bæði kjöt og grænmeti á sömu ofnplötu og á sama tíma! Hér er um að gera að nýta allskyns grænmeti og bæta við því sem þér þykir best, t.d. sveppi. Þú getur líka skipt út dressingunni þegar þú vilt breyta til, en henni er best að dreifa yfir réttinn í heild.

Svartkal

Þú þarft:
Bráðið smjör
800 gr grísalund
Salt og pipar + hvítlauksduft ef vill
800 gr kartöflur
75 gr svartkál (eða grænkál)
200 gr gulrætur
200 gr litlir tómatar
Hálfur rauðlaukur eða blaðlaukur
1 knippi ferskt timían

Framkvæmd:
• Stilltu ofninn á 225°C
• Taktu til ofnskúffu (eða dýpri ofnplötu)og helltu bráðnu smjöri á plötuna. 
• Undirbúðu kjötið með því að hreinsa það og þerra vel. Skerðu nokkra grunna skurði ofan á lundina með beittum hníf.
• Leggðu kjötið á miðja ofnplötuna og helltu smá af bráðnu smjöri ofan á, kryddaðu síðan með salti, pipar og jafnvel hvítlauksdufti. 
• Skolaðu kartöflurnar og skerðu þær í 5-7mm þykkar sneiðar. Dreifðu þeim í kringum lundina, saltaðu og helltu smá af smjörinu yfir þær. 
• Skerðu svartkálið í smærri bita ásamt gulrótum og dreifðu í kringum lundina. 
• Skerðu rauðlaukinn og tómatana í báta, sneiðar ef þú notar blaðlauk.
• Passaðu að salta allt hráefnið og dreifðu síðan timían yfir allt. 
• Notaðu kjöthitamæli til þess að fylgjast með kjötinu, best er að hafa mælinn í kjötinu á meðan það er í ofninum. 
• Bakaðu í miðjum ofni og að 20 mínútum liðnum skaltu breiða álpappír yfir lundina. Það er óþarfi að breiða yfir grænmetið. 
• Stingdu ofnplötunni aftur inn í 15 mínútur til viðbótar eða þar til kjötið nær 65-68°C í kjarnhita. 

Dressing með hvítlauk og basil
Þú þarft: 
5 dl ólífuolía
1 búnt fersk basilíka
2-4 hvítlauksgeirar
Salt og pipar

Framkvæmd:
• Helltu ólífuolíunni í lítramál.
• Bættu 2 heilum hvítlauksgeirum við.
• Rífðu niður basilíkulauf ofan í málið.
• Saltaðu og pipraðu vel og blandaðu dressingunni vel saman með töfrasprota eða í blandara þar til þú færð dásamlega mjúka og græna dressingu. 

Að lokum:
• Skerðu grísalundina í 1cm þykkar sneiðar og helltu dressingunni yfir allt saman á ofnplötunni. 
Verði ykkur að góðu!

Nacho flögur með taco-krydduðu hakki

Föstudagskósýkvöldinu er bjargað! Í stað þess að bera fram nacho-flögur til hliðar og hakkið með mjúkum tortillum, er kjörið að prófa að baka allt saman á einni ofnplötu – nóg fyrir alla fjölskylduna!

Nachos

Þú þarft: 
100-200 gr nacho-flögur
400 gr hakk
Taco kryddblanda – uppskrift neðar
Um 2 dl rifinn ostur
Um 1,5 dl taco- eða salsasósa (valkvætt)

Taco kryddblanda
1 tsk salt
1 tsk chilliduft
½ tsk malað cumin
1 tsk paprikuduft
1 tsk þurrkað oregano

Framkvæmd:
• Stilltu ofninn á 220°C.
• Leggðu bökunarpappír á ofnplötu og dreifðu nacho-flögunum yfir. 
• Steiktu hakkið á pönnu og kryddaðu með taco-kryddi. 
• Dreifðu steikta hakkinu yfir nacho-flögurnar og helltu taco-sósunni yfir.
• Dreifðu ostinum yfir allt saman og bakaðu í ofni í 10 mínútur.
• Borið fram með sýrðum rjóma og guacamole.
• Þú getur líka bakað nachos með taco-sósu og osti og dreift hakkinu yfir eftir að þú tekur plötuna úr ofninum. 

Lax og spergilkál á ofnplötu

Fiskur hentar fullkomlega til ofnbökunar – sérstaklega lax. Einfaldast er að nota laxastykki en það er líka gott að baka heilt laxaflak og para með allskyns grænmeti.

Lax

Þú þarft (fyrir 4):
600gr - 1kg ferskt spergilkál
600gr laxaflök
2 msk ólífuolía
½ tsk chilliflögur
Salt og pipar

Framkvæmd:
• Stilltu ofninn á 200°C
• Brytjaðu niður spergilkálið og raðaðu á ofnplötu klædda bökunarpappír. Bakaðu spergilkálið eitt og sér í 5 mínútur í ofninum.
• Taktu ofnplötuna út úr ofninum og gerðu pláss fyrir laxinn í miðjunni. Leggðu laxinn á plötuna með roðið niður.
• Sáldraðu yfir ólífuolíu, salti og pipar.
• Settu ofnplötuna í miðjann ofninn og bakaðu allt saman í 12-15 mínútur.
• Berðu fram með hvaða köldu sósu sem er!

Gino í ofni

Hinn klassíski sænski eftirréttur Gino er í einföldu máli ofnbakaðir ávextir með súkkulaði – svo auðvitað er hægt að græja það á ofnplötu! Nýttu tækifærið til þess að prófa ný ber og ávexti eftir árstíðum, og bættu við bláberjum í lok sumars.

Jordgubbar 1

Þú þarft:
500 gr jarðaber
2 bananar
4 kiwi
1 límóna
100 gr hvítt súkkulaði

Framkvæmd:
• Stilltu ofninn á 200°C á grillstillingu
• Skerðu niður jarðaber, banana og kiwi í jafnstóra bita og leggðu í eldfast mót. 
• Kreistu límónusafa yfir ávextina og rífðu niður súkkulaðið með rifjárni, dreifðu því svo yfir ávextina.
• Grillaðu í ofninum í um það bil 10 mínútur þar til súkkulaðið hefur tekið fallegan lit.
• Berðu fram með vanilluís.

Bláberjakubbar með hafratoppi

Þetta er afar fljótleg kaka sem ber hvaða sultu sem er; kannski lyngberjasultu, hindberjasultu, bláberjasultu og svo mætti lengi telja. Kakan er tilvalin til þess að geyma í frysti en þá er best að skera hana í kubba fyrst.

Havregryn 1

Þú þarft:
150 gr smjör við stofuhita
1 egg
4,5 dl hveiti
1,5 dl flórsykur
1 msk lyftiduft
2 dl bláberjasulta

Hafratoppur:
50 gr smjör
2 dl haframjöl
1 dl sykur
1 tsk vanillusykur

Framkvæmd: 
• Stilltu ofninn á 200°C 
• Leggðu bökunarpappír á ofnplötu.
• Hrærðu smjörið í skál þar til það er alveg mjúkt og hærðu egginu saman við.
• Blandaðu saman þurrefnunum: hveiti, sykri, lyftidufti og hrærðu saman við smjörblönduna.
• Helltu deiginu á ofnplötuna og sléttu vel úr því - þar til það er um 2-3 cm þykkt.
• Dreifðu bláberjasultunni yfir.

Hafratoppur:
• Bræddu smjörið í skaftpotti.
• Blandaðu saman smjöri, sykri og vanillusykri í skál.• Helltu hafratoppblöndunni yfir báberjasultulagið þannig að hylji vel. • Bakaðu neðarlega í ofninum í um það bil 20-25 mínútur.
• Skerðu kökuna í kubba þegar hún hefur kólnað. 
• Borið fram með ís eða þeyttum rjóma. 

Tengdar vörur